Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti.
Eiríkur Jónsson, Gýgjarhólskoti.
Mynd / smh
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í blaðinu, kemur fram að enn og aftur trónir Gýgjarhólskot í Biskupstungum efst á listanum yfir afurðamestu bú landsins eftir hverja fullorðna á.

Í umfjöllun Eyjólfs Inga Bjarnasonar, ráðunautar hjá RML, kemur fram að á síðasta ári hafi sjö bú náð meira en 40 kílóum eftir hverja á. Langefst standi Gýgjarhólskot með 47,1 kíló, en búið hafi verið efst á þessum lista frá árinu 2015 og alltaf náð meira en 40 kílóum eftir ána.

Bæirnir í öðru og þriðja sæti hafa sætaskipti frá 2022. Nú skipa Efri-Fitjar í Fitjárdal annað sætið með 44 kíló eftir hverja á og Kiðafell í Kjós það þriðja með 43,9 kíló. Í annað sinn birtir RML lista yfir mestar afurðir eftir allar ær, veturgamlar og fullorðnar, og er Gýgjarhólskot einnig efst á þeim lista með 43,7 kíló eftir hverja á.

„Fullorðnu ærnar eru 285 en þær veturgömlu eru 69 og eru þetta algerlega frábærar afurðir eftir hjörðina,“ segir Eyjólfur Ingvi í sinni umfjöllun.

Sjá nánar á bls. 4 og 44 í 8. tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag.

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...