Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Sláturhúsið í Seglbúðum.
Sláturhúsið í Seglbúðum.
Mynd / smh
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Sláturhúsið var tekið í notkun um haustið 2014, en um lítið handverkssláturhús var að ræða sem hafði leyfi til slátrunar á allt að 100 kindum á dag.

Málið enn til rannsóknar

Sláturhúsið var í eigu þeirra Þórunnar Júlíusdóttur og Erlendar Björnssonar í Seglbúðum og í viðtali hér í blaðinu í lok árs 2015 sögðu þau að ákvörðunin um að reisa sláturhús hefði verið að gerjast með þeim alveg frá því að Sláturhús Suðurlands hætti slátrun á Kirkjubæjarklaustri, tíu árum áður.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglustjóranum á Suðurlandi er málið til meðferðar hjá rannsóknardeild lögreglunnar sem hefur farið á vettvang ásamt tæknideild. Metur lögreglan að altjón hafi orðið á húsnæðinu.

Enn er unnið að rannsókn málsins og ekki er vitað um upptök eldsins.

Húsið tilbúið undir slátrun

Erlendur og Þórunn gáfu út yfirlýsingu fyrir sláturtíðina í haust að vegna fyrirhugaðra gjaldskrárhækkana Matvælastofnunar vegna þjónustu dýralækna í sláturhúsum yrði ekki slátrað hjá þeim. Þrátt fyrir að síðan hafi verið hætt við gjaldskrárhækkanirnar var ekki slátrað í Seglbúðum í síðustu sláturtíð.

Var sú skýring gefin að fyrirhuguð verðhækkun hafi verið blásin af of seint. Samkvæmt upplýsingum frá Seglbúðum var það til umræðu að hefja starfsemi næsta haust og hafi húsið verið tilbúið undir slátrun að nýju.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...