Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Passíusálmar sr. Hallgríms
Mynd / Hilmar Þorsteinsson
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Flutningur sálmanna á sér áratuga venju sem rekja má til fyrsta flutnings Eyvindar Erlendssonar leikara á verkinu í heild sinni árið 1988. Í ár ber föstudaginn langa upp á 29. mars og flutningurinn hefst klukkan 13.00 í Hallgrímskirkju og er áætlað að honum ljúki um kl. 18.30.

Í fréttatilkynningu segir að Passíusálmarnir séu dramatískt, trúarlegt verk, samið af sjaldgæfri leikni og valdi á viðfangsefninu á hátindi skáldferils Hallgríms Péturssonar. Þeir hafi fljótt orðið eitt helsta íhugunar- og huggunarrit íslensku þjóðarinnar og haldi ótrúlega vel gildi sínu á því sviði. Því þyrpist hlustendur ár hvert til að hlýða á sálmana í Hallgrímskirkju, sem og í aðrar þær kirkjur sem bjóði upp á flutning verksins. Flytjendur að þessu sinni verða fimm: Einar Örn Thorlacius, sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir, sem hefur umsjón með flutningnum.

Árið 2024 er þess minnst að 350 ár eru liðin frá andláti Hallgríms Péturssonar, 27. október 1674. Af því tilefni er ýmislegt á dagskrá í Hallgrímskirkju og víðar til þess að heiðra minningu skáldsins. Passíusálmalesturinn verður því að þessu sinni skreyttur söng milli þátta verksins, m.a. í útsetningum Smára Ólasonar tónlistarfræðings. Stjórnendur verða Björn Steinar Sólbergsson, organisti kirkjunnar, og Steinar Logi Helgason kórstjóri.

Umsjónarmaður með flutningnum, Steinunn Jóhannesdóttir, er rithöfundur, leikkona og leikstjóri. Hún hefur oft áður stjórnað flutningi Passíusálmanna, bæði í Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti, Hallgrímskirkju í Saurbæ og víðar.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...