Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Verðlaunahafarnir með verðlaunagripina. Frá vinstri: Sigríður Jónsdóttir á Fossi, Ólafur Stefánsson í Hrepphólum og Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML.
Verðlaunahafarnir með verðlaunagripina. Frá vinstri: Sigríður Jónsdóttir á Fossi, Ólafur Stefánsson í Hrepphólum og Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML.
Mynd / Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir.
Fréttir 8. apríl 2024

Nítján kúabú í Hrunamannahreppi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Á aðalfundi Nautgriparæktarfélags Hrunamanna nýlega voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur bænda.

Sigríður Jónsdóttir á Fossi tók við verðlaunum fyrir ræktunarbú ársins, Ólafur Stefánsson í Hrepphólum tók við verðlaunum fyrir afurðahæsta búið og afurðahæstu kúna, Skellu 1106 frá Hrepphólum, sem mjólkaði 13.922 kg.

Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, tók svo við Huppuhorninu fyrir hönd Björgvins Viðars og Margrétar Hrundar Arnarsdóttur í Dalbæ 1 fyrir efnilegustu kvíguna, Drottningu 922. Að fundi loknum var félagsmönnum boðið að kíkja í fjósið í Túnsbergi.

Nautgripafélag Hrunamanna er 120 ára gamalt í ár. Stjórn þess skipa þau Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir í Birtingaholti, Björgvin Viðar Jónsson í Dalbæ og Marta Esther Hjaltadóttir á Kópsvatni. Í Hrunamannahreppi eru nítján kúabú og af þeim eru fjórtán með mjaltaþjón eða mjaltaþjóna.

Þessi bú lögðu inn að meðaltali 394.434 lítra af mjólk á síðasta ári. Meðalafurðir eftir árskú voru 6.829 lítrar.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...