Jarðræktarmiðstöðin rís
Mynd / ghp
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi áform háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eftir.

Bjarni Jónsson.

Það kemur fram í svari við skriflegri fyrirspurn um uppbyggingu aðstöðu til jarðræktarrannsókna.

Bjarni Jónsson, þingmaður VG, sendi þann 16. Bjarni Jónsson. desember sl. fyrirspurn um uppbyggingu aðstöðu til jarðræktarrannsókna á Hvanneyri. Spurði hann m.a. um fjármögnun byggingarinnar, hvenær hafist verði handa og hvenær verklok væru áætluð.

Fyrirspurninni var svarað þann 5. apríl sl. Þar koma fram áætlanir ráðherra um tilhögun fjármögnunar framkvæmda við uppbyggingu jarðræktarmiðstöðvarinnar, upp á rúmlega 600 milljónir króna. Þar verði dregið á ónýttar fjárheimildir LbhÍ frá árunum 2022 og 2023 sem nema um 265 m. kr., auk framlags af stofnkostnaðarlið háskóla í fjárlögum. „Frekari ákvarðanir um framkvæmdir og fjármögnun verða teknar samhliða útgáfu fjármálaáætlunar fyrir árin 2025– 2029 og undirbúningi fjárlaga fyrir árið 2025. Ef það gangi eftir mun aðstaðan rísa og vera tilbúin árið 2027,“ segir í svarinu. Sex ár eru síðan jarðræktarmiðstöðin flutti frá Korpu upp á Hvanneyri, þar sem hún er nú starfrækt í gamla bútæknihúsinu, sem talið er óboðlegt starfseminni. Í svari ráðherra kemur fram að Borgarbyggð hafi þegar samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Hvanneyri þar sem gert er ráð fyrir nýrri jarðræktarmiðstöð. Einnig er fjallað um þarfagreiningu og framkvæmdaráætlun til byggingar 1.000 fm gróðurhúss.

Í fyrirspurn Bjarna spyr hann hvort LbhÍ verði gert kleift að nota söluandvirði Korpu til að reisa jarðræktarmiðstöð. Í svari ráðherra kemur fram að söluandvirði Korpu hafi runnið til ríkissjóðs og hafi ekki verið eyrnamerkt jarðræktarmiðstöð sérstaklega. Bjarni segir í færslu á Facebook að þetta sé rangt. Fyrir liggi á prenti að söluandvirði Korpu skuli óskipt renna til LbhÍ og um leið uppbyggingar aðstöðu til jarðræktarrannsókna á Hvanneyri. „Frumrit þeirra skjala er að finna í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.“

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...