Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Gísli er sannfærður um að hið nýja kynbótamat gæti orðið gagnleg viðbót við núverandi kerfi. Það gæfi hrossaræktendum ennþá öruggari upplýsingar til að styðjast við, sem yrði mikil lyftistöng fyrir íslenska hrossarækt.
Gísli er sannfærður um að hið nýja kynbótamat gæti orðið gagnleg viðbót við núverandi kerfi. Það gæfi hrossaræktendum ennþá öruggari upplýsingar til að styðjast við, sem yrði mikil lyftistöng fyrir íslenska hrossarækt.
Mynd / hf
Fréttir 5. apríl 2024

Glittir í kynbótamat keppnisgagna

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Undanfarin ár hefur af og til verið rætt um það að bæta eigi keppnisgögnum við kynbótamat íslenska hestsins. Nú glittir í að það gæti orðið að veruleika, því undanfarið ár hefur verið unnið markvisst að því að undirbúa kynbótamat hrossa byggt bæði á metnum eiginleikum í kynbótadómi og keppnisgögnum.

Uppruna þess að nýta keppnis­ gögn inn í kynbótamatið má rekja aftur til ársins 2010 þegar dr. Elsa Albertsdóttir varði doktorsverkefni sitt, Sameinað kynbótamat fyrir kynbótadóma og keppnisgögn, þar sem hún sýndi fram á það að hægt væri að nota keppnisgögn í kynbótamati hrossa.

Gísli Guðjónsson

Í lok árs 2022 veitti Fagráð i hrossarækt styrk úr stofn­verndarsjóði með það að markmiði að fullvinna verkið. Gísli Guðjóns­son var settur verkefnastjóri og hans helstu samstarfsmenn eru þau dr. Þorvaldur Árnason og dr. Elsa Albertsdóttir. Þorvaldur var fyrstur til að koma fram með BLUP­ aðferðina sem við notum enn í dag til að meta kynbótagildi hrossa.

„Af ýmsum ástæðum hefur þetta ekki orðið að veruleika fyrr og þar má kannski helst nefna að keppnisgögn hafa ekki verið jafnaðgengileg og þau eru í dag. Elsa leitaði til mín síðla árs 2022 með það að markmiði að klára þessa vinnu og í dag má segja að nýtt kynbótamat sé tilbúið og nú á í raun bara eftir að taka ákvörðun um hvort eigi að nota það eða ekki,“ segir Gísli.

Fleiri upplýsingar auka öryggið

Í þessu nýja kynbótamati bætast við keppnisgögn frá árinu 2006 við núverandi gögn úr kynbótadómi. Ástæða þess að 2006 er upphafsár þeirra gagna sem eru notuð úr keppni, er sú að það ár var FIPO leiðarinn innleiddur í íþróttakeppni og reglur voru samræmdar milli aðildarlanda FEIF. Notast er við keppnisgögn frá WorldRanking íþróttamótum, gæðingakeppni á stórmótum og skeiðgögnum á viðurkenndum mótum.

„Með því að bæta keppnis­gögnum við núverandi kynbótamat fást ekki eingöngu mikilvægar upplýsingar um notkun hestsins og árangur í keppni heldur einnig aukið öryggi, því fleiri gögn sem liggja að baki útreikningum, því meira öryggi. Kynbótamatið mun svo að sjálfsögðu byggja á þeim upplýsingum sem eru fyrir hendi um hvern einstakling byggt á kynbótadómi og keppnisárangri eða hvort tveggja.

Vegna sterkrar erfðafylgni milli keppniseiginleika og þeirra eiginleika sem dæmdir eru í kynbótadómi, er greinilegt að veigamiklar upplýsingar um ræktunartakmark íslenska hestsins munu bætast við núverandi kerfi með þessari viðbót,“ segir Gísli.

Nýju eiginleikunum bætt við núverandi viðmót

Hvað varðar upplýsingagjöf um þessa nýju eiginleika mun notendaviðmótið í WorldFeng vera eins og við þekkjum það í dag nema til viðbótar verður birt kynbótamat fyrir keppniseiginleika í fjórgangsgreinum, fimmgangs­ greinum, skeið­ og töltkeppni. Innan töltkeppninnar verða gögn úr tölt­ keppnisgreinunum T1,T3, T2 og T4. Í fimmgangi verða gögn úr F1, F2 og A flokki. Í fjórgangi er V1, V2 og B flokkur og í kynbótamatinu fyrir skeiðkeppni verða gögn úr 250 m, 100 m og gæðingaskeiði.

„Notendaviðmótið verður mjög auðlæsilegt ræktendum, byggt á þeim gögnum sem við höfum um hrossin, hversu líkleg þau eru til að gefa af sér keppnishross og/eða hvernig þau munu koma til með að standa sig í keppni sjálf.

Hestur sem mætir í kynbóta­dóm mun auka öryggi sitt í keppniseiginleikunum, sem dæmi fái hann 10 fyrir tölt, 9,5 fyrir hægt tölt og fegurð í reið er hann líklegur til að vera hár í kynbótamati sem keppnishestur í tölti. Þetta mun allt vinna saman,“ segir Gísli.

Horft til næsta hausts

Þeir Gísli og Þorvaldur kynntu verkefnið fyrir Fagráði í byrjun árs og eru því næstu skref í þeirra höndum.

„Verkefninu sjálfu er í raun lokið af okkar hálfu og nýtt kynbótamat tilbúið til notkunar. Við erum þó tilbúnir að fylgja því lengra og halda áfram að velta við steinum og skoða það hvað þessi breyting hefur í för með sér.

Fagráð hefur fengið kynningu á verkefninu og það stendur til að stofna rýnihóp sem samanstendur af Fagráði og völdum aðilum til að skoða þetta nánar og í kjölfarið taka ákvörðun um hvað gera skal. Við teljum þó einnig mikilvægt að kynna þetta vel fyrir hrossaræktendum og fá þeirra sýn á málin. Samtalið við sjálfa ræktendurna verður oft til þess að spurningar koma fram sem þarf að svara og skoða nánar.“

Aðstandendur verkefnisins vonast til þess að hægt verði að bæta við þessum viðbótar­upplýsingum í lok þessa árs eftir að kynbótasýningum er lokið og búið er að verðlauna afkvæmahross.

„Það er alltaf þannig að ekkert er fullkomið og það má rýna betur í hlutina en við höfum, að eigin mati, vandað vel til verka. Þorvaldur hefur séð um alla útreikninga í þessu verkefni og er hann búinn að vanda hvert einasta skref í útreikningum eins og honum einum er lagið. Ég er sannfærður um það að þetta yrði frábær viðbót við núverandi kerfi og gæfi hrossaræktendum enn þá öruggara og meira upplýsandi kynbótamat að styðjast við og gæti orðið mikil lyftistöng fyrir íslenska hrossarækt,“ segir Gísli.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...