Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Reglur um útivist nautgripa eru tilkomnar út frá velferðarsjónarmiðum. Samkvæmt reglum skulu mjólkurkýr og kvígur komast á beit á grónu landi í átta vikur hið minnsta.
Reglur um útivist nautgripa eru tilkomnar út frá velferðarsjónarmiðum. Samkvæmt reglum skulu mjólkurkýr og kvígur komast á beit á grónu landi í átta vikur hið minnsta.
Mynd / gbe
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegna vanrækslu. Kúnum var haldið inni allt sumarið en samkvæmt reglugerð um velferð nautgripa skulu allar mjólkurkýr og kvígur komast á beit á grónu landi í átta vikur hið minnsta á tímabilinu frá 15. maí til 15. október ár hvert.

Sigurbjörg Bergsdóttir.

„Mér sýnist það nokkuð augljóst að aukinn fjöldi róbótafjósa hefur áhrif. Það virðist gleymast að koma upp skipulögðum beitarsvæðum í nágrenni fjóssins þegar róbótar eru teknir í notkun,“ segir Sigurbjörg Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun.

Stjórnvaldssektir til kúabúanna þriggja námu frá 350.000 krónum til 540.000 króna og réðust sektirnar meðal annars af fjölda gripa á hverju búi. Sigurbjörg segir þetta ekki í fyrsta sinn sem lögð er sekt við því að hleypa kúm ekki út. „En þetta er í fyrsta sinn sem stjórnvaldssekt er stiguð eftir þar til gerðri matrixu vegna skorts á útivist eftir því sem ég best veit.“

Rafn Bergsson, formaður búgreinadeildar nautgripabænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að dæmum um brot á reglugerð um útivist hafi fjölgað með tilkomu mjaltaþjóna. „Róbótinn mjólkar allan sólarhringinn og tryggja þarf að kýrnar mæti í mjaltir. Menn tala um minni afurðir vegna verri mætingu í mjaltir og fleira. Ég hef alveg skilning á því og að það geti verið áskorun að setja út ef búin eru orðin mjög stór. Hins vegar er þetta líka ímyndarmál og ég held að það sé í flestum tilfellum vel framkvæmanlegt að setja kýrnar út.“

Caption
Velferðarsjónarmið

Kröfur um útivist nautgripa voru auknar með breytingu á reglugerð um velferð nautgripa árið 2022. Í eldri útgáfu reglugerðarinnar var einungis talað um átta vikna útivist en viðbótin snýr að því að kýr þurfi að fá að lágmarki átta vikna útivist á grænum grösum.

Sigurbjörg skrifaði um útivist nautgripa í aðsendri grein í Bændablaðinu í fyrra. Þar segir að krafa um útivist nautgripa sé tilkomin út frá velferðarsjónarmiðum, til þess að nautgripirnir hafi möguleika á að sinna sínu eðlilega atferli við að bíta gras, en einnig út frá heilsufarssjónarmiðum þar sem nautgripir, líkt og menn, taka D-vítamín upp í gegnum húðina í sólskini.

Graðnaut og ungir kálfar eru undanskildir reglu um útivist. Síðasta tækifæri til þess að setja gripi út og ná átta vikna útivist er 15. ágúst.

Tvenns konar eftirlit

Eftirlitið með útivist nautgripa fer fram á tvennan hátt samkvæmt upplýsingum af vef Matvælastofnunar. Annars vegar þegar fylgt er eftir ábendingum sem stofnuninni berast og hins vegar eru eftirlitsmenn með virkt eftirlit á ferðum sínum um héruð landsins.

„Til þess að staðfesta útivist fylgist eftirlitsfólk Mast með því yfir sumarið hvort kýr sjáist úti á bæjunum. Þar sem ekki sjást neinar kýr úti er farið heim á bæina og rætt við bændur, spurt um útivist og farið fram á að eftirlitsfólki sé vísað á þær dyr sem kýrnar ganga venjulega um. Ummerki um umgang eru auðþekkjanleg,“ segir Sigurbjörg.

Ef grunur vaknar um að krafa um lögbundna útivist nautgripa sé ekki uppfyllt er það bóndans sem heldur þau að sanna að svo sé. Það getur hann til dæmis gert með útivistardagbók.

„Hugmyndin um útivistardagbók er nýleg – en nokkuð sem bændur þurfa að tileinka sér til þess að sanna að kýrnar fari í raun og veru út í tilsettan tíma.“

Matvælastofnun getur beitt dagsektum til að þvinga fram úrbætur á útivistarákvæðinu, en ef það dugar ekki til hefur stofnunin heimild til að leggja á stjórnvaldssekt, eins og gert var í tilfelli kúabúanna á Vesturlandi.

Til stendur að eftirlit með útivist mjólkurkúa fari fram í öllum umdæmum sumarið 2024. Jafnframt verður eftirlit haft með útivist kvígna.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...